Tilhögun þingfundar
Þriðjudaginn 14. mars 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Áður en gengið er til dagskrár skal fram tekið að ætlun forseta er að fram geti farið atkvæðagreiðsla um fyrstu tvö dagskrármálin strax í upphafi fundar, enda er þá gert ráð fyrir að ekki verði um þau umtalsverð umræða. Síðan verði atkvæðagreiðsla undir kl. 5, eins og áður hefur verið tilkynnt að sé til viðmiðunar, um þau mál sem þá eru tilbúin til atkvæðagreiðslu. Ætlun forseta er sú að æskilegt sé að vísu að fundi geti lokið kl. 5, en að unnt sé að halda honum áfram til kl. 6 ef órædd eru mál en ekki er gert ráð fyrir að halda áfram öllu lengur.