Fjarvera stjórnarþingmanna
Miðvikudaginn 15. mars 1989

     Salome Þorkelsdóttir:
    Hæstv. forseti. Ég get ekki staðist þá freistingu að vekja athygli á því að hér er lítt um stjórnarliða á þessum þingfundi. Það er stundum kvartað sáran undan því að stjórnarandstaðan greiði ekki fyrir málum og sé ekki mjög góð til samstarfs í þeim efnum, en mér sýnist að tilefni sé til þess að benda á það að lítið yrði úr að koma hér málum áfram nú ef ekki nyti stjórnarandstöðunnar við.