Verðbréfaviðskipti
Miðvikudaginn 15. mars 1989

     Þorsteinn Pálsson:
    Herra forseti. Ég óska eftir því að hæstv. viðskrh. verði viðstaddur þessa umræðu. ( Forseti: Hæstv. viðskrh. tjáði forseta að hann þyrfti að mæla fyrir máli í Ed. og er væntanlega að því, en ég mun koma boðum til hæstv. ráðherra.) ( PP: Er þetta þriðja ræða 1. þm. Suðurl.?) Ég ætlaði að fá að gera örstutta athugasemd, herra forseti. En ég tel nauðsynlegt að hæstv. viðskrh. sé viðstaddur. ( Forseti: Samkvæmt þeirri skrá sem forseti hafði þá er þetta önnur ræða hv. þm., en það kann að vera að hann hafi verið búinn að tala tvívegis áður. Og þá er hér um örstutta athugasemd að ræða.) En, herra forseti, ég óska eftir því að hæstv. viðskrh. hlýði á þessa örstuttu athugasemd vegna þess að henni er beint til hæstv. ráðherra og spurning er hvort forseti gerir þá hlé á umræðunni þar til hæstv. viðskrh. getur verið viðstaddur. ( Forseti: Boðum verður nú komið til hæstv. ráðherra. Og það verður gert örstutt hlé á meðan gengið er úr skugga um hvort hann getur verið hér við umræðuna.)