Húsnæðisstofnun ríkisins
Föstudaginn 17. mars 1989

     Forseti (Hjörleifur Guttormsson):
    Forseti vill benda virðulegum þingmanni á að það er ekki á hans færi að skera úr um í þessu máli og það er erfitt að byggja á úrskurðum annarra en forseta deildarinnar sem hefur sett upp mælendaskrá. En ég mun að sjálfsögðu taka tillit til þess ef hv. þm. getur ekki notað rétt sinn til að tala hér vegna sérstakra ástæðna á þessum fundi deildarinnar og mundi tryggja að það yrði frestað umræðu þannig að virðulegur þingmaður gæti komist að á næsta fundi áður en umræðu lýkur. En ég treysti mér ekki til að verða við þeim tilmælum að breyta mælendaskránni. Mér hefur ekki verið tilgreint það af öðrum ræðumönnum að þeir vilji hliðra til, en ef það kæmi fram skal forseti taka það til athugunar.