Tilhögun þingfunda
Þriðjudaginn 21. mars 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Áður en gengið er til dagskrár skal fram tekið að það verður settur hér annar fundur í dag til þess að á dagskrá megi koma mál frá Ed. sem væntanleg eru um Seðlabanka, viðskiptabanka og sparisjóði, og eins til þess að fram geti farið 3. umr. um lánsfjárlög og vaxtalög eins og fulltrúum flokkanna hefur verið kynnt. Þingmenn verða því að vera viðbúnir atkvæðagreiðslum annað veifið í dag og þess vegna líka að fundir geti verið fram eftir degi eða fram á kvöld, ef nauðsyn ber til, til þess að ljúka þeim málum sem hugmyndin er að ljúka hér í dag.