Lánsfjárlög 1989
Þriðjudaginn 21. mars 1989

     Jón Kristjánsson:
    Herra forseti. Ég vil beina því til hæstv. forseta að hér voru dregnar til baka til 3. umr. tillögur sem meiri hl. hv. fjh.- og viðskn. flutti og það mun ekki hafa verið haldinn fundur í nefndinni milli umræðna. Ég tel eðlilegt að fundur sé haldinn í hv. fjh.- og viðskn. vegna þessara tillagna og ég hef gert ráðstafanir til þess að formaður fjh.- og viðskn. mæti hér. Hann er væntanlegur innan stundar þannig að ég vildi beina því til hæstv. forseta að þessari umræðu yrði frestað um stund til þess að við fengjum örlitla stund til að líta yfir þessar tillögur. Ég teldi það eðlilegri afgreiðslu málsins að gera það á þann hátt án þess að ég sé með því nokkuð að kasta rýrð á tillögur hæstv. landbrh. Ég vildi fara fram á það við forseta að hann gefi nefndinni tóm til að líta á málið, en formaður nefndarinnar er væntanlegur á næstu mínútum.