Lánsfjárlög 1989
Þriðjudaginn 21. mars 1989

     Forseti (Hjörleifur Guttormsson):
    Það hafa komið tilmæli um það frá fulltrúa í fjh.- og viðskn., hv. 3. þm. Austurl., að málinu verði frestað til að nefnd geti litið á framlagðar brtt. Það sýnist vera skynsamlegt og til hagræðis fyrir störf í þingdeildinni að verða við þeim óskum og verður umræðunni nú frestað. En forseti leggur áherslu á að nefnd hraði störfum þannig að málið komi sem fyrst aftur hingað til umræðu í þingdeildinni.