Verðbréfaviðskipti
Þriðjudaginn 21. mars 1989

     Þorsteinn Pálsson:
    Herra forseti. Ég vil fyrst og fremst fagna því að hv. fjh.- og viðskn. sá sér fært að fjalla um þetta frv. og ekkert er lengur til fyrirstöðu að afgreiða þetta mál, enda er 1. mál hæstv. ríkisstjórnar reyndar eina frjálshyggjumálið sem hún hefur borið fram. Öll önnur mál hafa svo lotið að því að auka miðstýringu og höft í íslenskum efnahags- og fjármálum. En með því að þetta er eina frjálshyggjumálið sem hæstv. ríkisstjórn hefur borið fram fagna ég því sérstaklega að engin fyrirstaða er lengur af hálfu stjórnarflokkanna að afgreiða málið frá hinu háa Alþingi sem lög.