Lánsfjárlög 1989
Miðvikudaginn 22. mars 1989

     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegur forseti. Ég vil vegna ræðu Karls Steinars Guðnasonar, hv. 9. þm. Reykn., taka það alveg skýrt fram að því hefur verið lýst yfir bæði í Nd. og annars staðar að sú heimild sem hér er til umræðu verður ekki notuð nema sveitarfélög reiði fram annars vegar fullgildar tryggingar og hins vegar örugga greiðsluáætlun.