Tilhögun þingfunda
Miðvikudaginn 22. mars 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Áður en gengið er til dagskrár skal fram tekið að ætlunin er að halda samtals þrjá fundi hér í dag eða tvo fundi aðra en þennan. Á fyrsta fundinum er hugmynd forseta að einungis verði tekið fyrir 1. dagskrármálið, Húsnæðisstofnun ríkisins, en á nýjum fundi verði þá tekin fyrir auk 2. og 3. dagskrármálsins Seðlabanki til 2. umr. og á hinum 3. fundi Seðlabanki til 3. umr. og bið ég menn að gæta þess að atkvæðagreiðslur verða í samræmi við það.