Heræfingar varnarliðsins
Mánudaginn 03. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Þessu vill forseti svara því að hann hefur að sjálfsögðu hverju sinni vald til að ákveða hversu lengi umræða utan dagskrár á að standa. Hins vegar vil ég taka það fram að ég sagði áðan að ég vænti samstarfs við hv. þm. hér um. Yfir 20 hv. þm. hafa tekið þátt í þessari umræðu í dag. Allir þeir sem nú hafa beðið um orðið eru að tala í annað sinn þannig að ég get ekki séð að það sé ósanngjarnt með tilliti til starfsorku starfsmanna þingsins og hv. þm. að fara fram á það að reynt verði að ljúka þessari umræðu um kl. hálftvö. Mótmæli hv. þm. því mun ég að sjálfsögðu beygja mig undir það, en mér finnst beiðnin ekki ósanngjörn.