Veiting ríkisborgararéttar
Þriðjudaginn 04. apríl 1989

     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):
    Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Það þarf ekki að fara um þetta mál mörgum orðum, enda koma mál þessi fyrir hv. Alþingi á ári hverju og eru deildarmönnum kunnug. Þetta frv. er í samræmi við þær reglur sem ríkja um veitingu ríkisborgararéttar.
    Ég vil að lokinni þessari umræðu leggja til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.