Lögbókandagerðir
Þriðjudaginn 04. apríl 1989

     Forseti (Jón Helgason):
    Ég býst við því að öllum hv. deildarmönnum sé mætavel kunnugt um að bæði í deildum og Sþ. er ekki alveg einskorðað sig við röð á málum á dagskrá, þegar þau eru tekin fyrir. En þannig háttaði til með þá ráðherra sem þurftu að mæla hér fyrir málum að þeir þurftu einnig að mæla fyrir málum í hv. Nd. og vera þar við umræður og því var reynt að grípa tækifærið þegar þeir voru lausir.
    7. málið var t.d. tekið fyrir þar sem fresta varð umræða um annað mál vegna þess að viðkomandi ráðherra var bundinn í umræðu í Nd. þannig að fremur en gera alveg hlé á fundum. Hefur verið venja allan þann tíma sem ég hef setið á Alþingi að forseti tekur ekki alltaf fyrir mál í sömu röð og þau eru skráð á dagskrá.