Ósk um atkvæðagreiðslu
Þriðjudaginn 04. apríl 1989

     Salome Þorkelsdóttir:
    Úr því að svo stendur á, hæstv. forseti, þá mun ég náttúrlega beygja mig undir það, en ég vil þá vekja athygli á því að hér fyrr á þessum fundi og reyndar í öllum atkvæðagreiðslum í dag hafa atkvæðagreiðslur verið þannig að átta stjórnarþingmenn hafa verið hér, en hinir fimm sem hjálpuðu til við að koma málum til nefnda voru úr stjórnarandstöðunni og voru þetta allt stjórnarfrumvörp sem hér voru til afgreiðslu. Þetta má gjarnan komast í þingtíðindi.