Réttur til fiskveiða í landhelgi Íslands
Þriðjudaginn 04. apríl 1989

     Flm. (Ólafur Þ. Þórðarson):
    Herra forseti. Ég vil þakka hv. 11. þm. Reykn. fyrir það víðsýni sem kom fram í hans ræðu og ég get tekið undir það að persónulega er ég þeirrar skoðunar að það væri jákvætt að rýmka þetta mun meira. Hins vegar tókst mér ekki að koma þessu í gegnum þingið í fyrra miðað við þá smárýmkun sem hér er verið að leggja til, en ég vil varla trúa því að það gerist í annað sinn að menn vilji setjast á svo sjálfsagt mál.
    Ég vil óska eftir því að þessu máli verði vísað til hv. sjútvn. að lokinni 1. umr.