Söluskattur
Miðvikudaginn 05. apríl 1989

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég vil fara fram á það að ég megi gera athugasemdir við svör hæstv. forsrh. áður en fundi er slitið. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt. Við erum hér að tala um málefni stundarinnar og ef fundi verður frestað nú þá mun það valda því að ekki er hægt að halda umræðu áfram fyrr en í næstu viku. Ég fer því fram á það að umræðan megi halda áfram, annaðhvort að þingflokksfundum verði frestað eða þá að fundur haldi áfram um þetta efni kl. 6 svo við ræðum málið út. Ég held að skoðanaskipti af þessu tagi hljóti að vera gagnleg og það er ekki hægt að segja að ég hafi teygt lopann í frumræðu minni. ( Forseti: Það var í samráði við flm. frv. sem ég hafði þennan hátt á.)