Endurnýting á ónýtum bifreiðum
Fimmtudaginn 06. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti vill upplýsa að gerð hefur verið könnun á stöðu skriflegra fyrirspurna sem liggja fyrir í þinginu. Ósvarað er nú 15 fyrirspurnum, en samkvæmt upplýsingum viðkomandi ráðuneyta eru svör óðum að berast og koma innan nokkurra daga. Þó eru meðal fyrirspurna fjórar sem eitthvað verða að bíða vegna þess að mikil vinna er í því fólgin að svara þeim. Ég vil nefna þær þannig að þingmenn sýni ráðherrum nokkra þolinmæði. Það er fsp. um barnaefni í fjölmiðlum 1988, það er staðfesting ýmissa sáttmála Evrópuráðsins, það er sáttmáli Evrópuráðsins um sjálfsstjórn og skattar á íbúðarhúsnæði í löndum OECD. Einhver bið verður á að þessum fyrirspurnum verði svarað, en svör við öllum hinum munu berast allra næstu daga.