Mannvirkjasjóður NATO
Fimmtudaginn 06. apríl 1989

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):
    Virðulegi forseti. Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að þótt framlag Íslands til þróunarhjálpar sé enn langt undir viðmiðunarmörkum Sameinuðu þjóðanna, þ.e. 0,7% af þjóðartekjum, er það samt sem áður talsvert hærra en fram kom í máli ræðumanns. Það var aukið samkvæmt fjárlögum milli áranna 1987 og 1988 um 50% og er nú um 120 millj. kr. samtals og því talsvert hærri upphæð en þessar 38 millj. sem það yrði samkvæmt þessum upplýsingum um árlegt framlag til Mannvirkjasjóðs.