Frestun utandagskrárumræðu
Mánudaginn 10. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Það skal upplýst að hæstv. forsrh. er ekki á landinu svo að um það er ekkert að ræða að hann sæki þennan fund. Hæstv. sjútvrh. sem er starfandi forsrh. er heldur ekki í bænum. Hæstv. fjmrh. kemur ekki alveg strax til þessa fundar og ástæðan fyrir því að hv. 18. þm. Reykv. hefur ekki komist að þessari utandagskrárumræðu er einmitt erfiðleikar á borð við þetta að hæstv. ráðherrar hafa ekki getað sótt fundi. Forseti hefur reynt það eins og mögulegt var, en við slíkt ræð ég að sjálfsögðu ekki.