Staðan í kjaramálum
Mánudaginn 10. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Sú skýring skal gefin. Þess var farið á leit að þessum fundi yrði frestað til fimmtudags og það var útskýrt fyrir hv. þm. Sjálfstfl. að það getur ekki gengið vegna þess að það er annað á dagskrá þá. Á mánudaginn kemur verða umræður um utanríkismál og næsti fimmtudagur þar á eftir er sumardagurinn fyrsti. Ég taldi með ólíkindum að hv. fulltrúar Kvennalistans sættu sig við að umræðunni yrði frestað í á þriðju viku þannig að þetta var eini kosturinn sem hægt var að finna, að bíða eftir hæstv. sjútvrh. Það hefur verið haft samband við hann og hann mun reyna að koma eins fljótt og hann getur, en það er erfitt fyrir hann að koma fyrr en um eittleytið.