Afnám ýmissa laga um iðnaðar- og orkumál
Þriðjudaginn 11. apríl 1989

     Frsm. iðnn. (Karl Steinar Guðnason):
    Herra forseti. Það frv. sem hér liggur fyrir fjallar um afnám ýmissa laga um iðnaðar- og orkumál, frv. um lagahreinsun í raun þar sem ellefu lög eru felld úr gildi verði frv. að lögum.
    Nefndin hefur fjallað um málið og varð sammála um að mæla með samþykkt þess óbreytts og ætla ég ekki að hafa fleiri orð um það, þó segja að í nefndinni var nokkuð rætt um hvernig farið væri með lög almennt sem væru ekki lengur til neinna þarfa. Fengu nefndarmenn fyllstu skýringar á því hvernig það væri gert.
    Niðurstaðan er sú að nefndin mælir með að frv. verði samþykkt óbreytt.