Umferðarlög
Þriðjudaginn 11. apríl 1989

     Salome Þorkelsdóttir:
    Hæstv. forseti. Ég hefði nú talið æskilegt að koma þessu máli áfram hér í dag með tilliti til þess, eins og fram hefur komið í máli flm. frv., að í allshn. efri deildar liggur frv. sem varðar sama efni, þ.e. um breytingu á umferðarlögum, sem ég flyt ásamt fleiri hv. þingdeildarmönnum. Og í raun og veru býður umfjöllun um það frv. eftir þessu frv. Ég verð að segja það hreinskilnislega að ég hef lítinn áhuga á því að tefja afgreiðslu þess máls og hefði því óskað eftir því að 1. umr. væri hægt að ljúka hér á þessum fundi.