Umferðarlög
Þriðjudaginn 11. apríl 1989

     Forseti (Jón Helgason):
    Ég notaði þessi orð vegna þess að ég hef a.m.k. kynnst því hér á Alþingi að reynt sé að taka tillit til óska þingflokksformanna af því að talið er að þeir séu umbjóðendur sinna manna, og þar sem formaður þingflokks Sjálfstfl. er fjarverandi en hv. 2. þm. Norðurl. e. er varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna fannst mér að orð hans mundu vega hér þyngra að þessu sinni.