Þinglýsingalög
Þriðjudaginn 11. apríl 1989

     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um breytingu á þinglýsingalögum. Hér er um fylgifrv. frv. til l. um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði að ræða.
    Ég tel ekki fremur en við fyrra frv. ástæðu til að rekja efni þess sérstaklega, það skýrir sig vel í athugasemdum með frv., en legg til að að lokinni þessari umræðu verði því vísað til 2. umr. og hv. allshn.