Framlagning stjórnarfrumvarpa fyrir eindaga
Miðvikudaginn 12. apríl 1989

     Jón Kristjánsson:
    Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég held að mergurinn málsins í þessari umræðu sé að það fari fram samráðsfundur og verði raðað upp þeim málum sem ríkisstjórnin og aðrir telja að eigi að afgreiða fyrir þinglok. Það er einnig fyrir nefndarformenn nauðsynlegt að vita hvað af þeim málum sem í vinnslu eru er lögð áhersla á að verði afgreidd fyrir þinglok. Að öðru leyti sé ég ekki neitt athugavert við það þó að það séu þingfundir t.d. á föstudag vegna þess að það eru nóg verkefni og nóg af málum sem fyrir liggur. Það er einn frídagur í næstu viku og tíminn líður ört. Það er ekki nýtt að það sé vinnuálag hér. Mergurinn málsins er að gera áætlun um hvað á að afgreiða fyrir þinglok.