Leigubifreiðar
Föstudaginn 14. apríl 1989

     Stefán Valgeirsson:
    Herra forseti. Það er eins og fyrri daginn með hv. 1. þm. Reykv. Hann á ákaflega erfitt með að skilja það sem menn segja og ef hann hefur einhverja möguleika að snúa út úr því eða heldur að hann hafi það notar hann tækifærið.
    Það sem ég sagði hér var að ég hefði fengið bréf í gær frá bílstjórunum þar sem þeir segja mér frá þeim fundi sem þeir héldu og þar sem fyrir hönd samgrn. mætti Ragnhildur Hjaltadóttir. Hv. 1. þm. Reykv. þarf ekki að hafa áhyggjur því að ég fæ öll þingskjöl og þetta frv. eins og mörg önnur eru lögð fram með mínu samþykki, en ég áskil mér rétt til að flytja eða fylgja brtt. Er þetta nóg fyrir þingmanninn? Skilur hann þetta? ( FrS: Er þetta almenna reglan?) Þetta er regla hjá mér nema ég hafi miklar athugasemdir við frv. Ég hef stöðvað frv. Er þetta nóg? ( FrS: Alveg nóg.)