Innflutningur búfjár
Þriðjudaginn 18. apríl 1989

     Frsm. landbn. (Skúli Alexandersson):
    Herra forseti. Landbn. deildarinnar hefur tekið fyrir frv. um innflutning búfjár. Nefndin hefur fjallað um frv. þetta sem felur í sér að landbrh. verði veitt heimild til að leyfa flutning fósturvísa úr kúm í Sóttvarnastöð ríkisins í Hrísey í kýr á landi.
    Nefndin fékk á sinn fund Pál A. Pálsson yfirdýralækni og mælti hann með samþykkt frv.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt.
    Undir nál. skrifa, auk mín, Guðrún Agnarsdóttir, Egill Jónsson, Valgerður Sverrisdóttir, Þorv. Garðar Kristjánsson, Karvel Pálmason og Jón Helgason.