Almannatryggingar
Þriðjudaginn 18. apríl 1989

     Flm. (Karvel Pálmason):
    Virðulegur forseti. Það er aðeins örstutt sem ég gleymdi áðan út af því hvar þetta ætti að lenda. Ég tel líklegt að þetta geti greiðst sem sjúkrabætur svo það sé í samræmi við það sem gert er varðandi vinnuslysin. Og þeir sem ég hef ráðfært mig við telja að það muni eiga þar best heima. (Gripið fram í.) Já, það er allt í lagi, það er best að það komi til skila allt sem hér er sagt. En þetta gæti fallið undir sjúkratryggingarnar. Þetta er auðvitað einn af þeim þáttum sem nefndin kemur til með að skoða. Ég treysti því alveg að nefndin komi þessu þannig til skila að við það verði unað þar til endurskoðuð útgáfa af almannatryggingalögunum sér þar dagsins ljós, hvenær sem það kann að verða.