Vaxtalög
Þriðjudaginn 18. apríl 1989

     Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Virðulegi forseti. Sem áheyrnaraðili í þessari nefnd skrifaði ég undir það nál. sem nú hefur verið mælt fyrir, en ég vil að það komi fram að í Nd. lýstu þingkonur Kvennalistans stuðningi sínum við meginmarkmið frv. og það vil ég líka gera. Frv. miðar að því að koma í veg fyrir ósanngjarna vaxtatöku og misneytingu í lánsviðskiptum, sbr. 7. gr., og nokkrar greinar miða fyrst og fremst að því að taka af tvímæli. En ástæðan fyrir því að ég un sitja hjá við afgreiðslu málsins er sú að ég tel nokkurn vafa leika á um að ákvæði frv. tryggi að takast megi að fylgja þeim markmiðum.
    Eins og fram kom í máli hv. síðsta ræðumanns er afar ólíklegt að frv. dragi á nokkurn hátt úr svokölluðum affallaviðskiptum sem oft eru mjög mikil og virðast algerlega háð aðstæðum á fjármagnsmarkaðnum. Með hliðsjón af þeim athugasemdum og efasemdum um að markmið þess nái fram að ganga munum við sitja hjá við afgreiðslu málsins.