Efling atvinnu fyrir konur í dreifbýli
Mánudaginn 24. apríl 1989

     Frsm. félmn. (Hjörleifur Guttormsson):
    Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nál. félmn. um till. til þál. um að efla atvinnu fyrir konur í dreifbýli.
    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og sendi hana til umsagnar. Svör bárust frá eftirtöldum: Búnaðarfélagi Íslands, Byggðastofnun, Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, Iðntæknistofnun Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Stéttarsambandi bænda. Þessir aðilar taka jákvætt undir efni tillögunnar og að æskilegt sé að átak sé gert eins og þar er lagt til.
    Með vísan til þess sem fram kemur í nefndaráliti um 131. mál, um úrbætur í atvinnumálum kvenna, leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Þetta er gert á Alþingi 19. apríl 1989, undirritað af fulltrúum í félmn. En það álit sem varðar 131. mál kemur fram einnig á dagskrá þessa fundar og er prentað í nefndaráliti.