Brottfall laga á sviði menntamála
Þriðjudaginn 25. apríl 1989

     Frsm. menntmn. (Ragnar Arnalds):
    Herra forseti. Menntmn. deildarinnar hefur fjallað um frv. til laga um brottfall ýmissa laga á sviði menntamála. Þetta frv. er þáttur í átaki sem gert er til lagahreinsunar. Satt best að segja var okkur nefndarmönnum óneitanlega nokkur söknuður í ýmsum lögum sem þarna eiga að hverfa úr sögunni. Má sem dæmi nefna lög um friðun héra. En við treystum okkur ekki til að standa gegn því að sú hreinsun sem hér á sér stað fari fram þó að svona ágæt blóm hverfi úr lagasafninu og mælum því með samþykkt frv.