Utanríkismál
Þriðjudaginn 25. apríl 1989

     Eiður Guðnason:
    Virðulegi forseti. Svo sem á hefur verið bent er auðvitað ekkert athugavert við það að gera örstutt fundarhlé. Það er alveg hárrétt. En hæstv. viðskrh. hefur skýrt frá því að hæstv. utanrrh. er bundinn við önnur skyldustörf og ætlaði að vera kominn hér í húsið um þetta leyti og er sjálfsagt alveg að koma. En hitt er líka rétt og nauðsynlegt að fram komi í þessari umræðu, að það var ætlunin að umræðum um þessa skýrslu, sem hófust í gærdag, yrði haldið áfram á kvöldfundi í gærkvöldi. En frá því var horfið vegna eindreginna óska ákveðinna þingmanna og þá hefði ekki þurft að koma til þess, að ég hygg, að utanrrh. hefði þurft að vera við skyldustörf annars staðar. En það er auðvitað ekkert á móti því að gera örstutt hlé á umræðunni og bíða þess að hæstv. ráðherra komi hér í húsið. Það getur varla dregist í mjög margar mínútur.