Náttúruvernd
Miðvikudaginn 26. apríl 1989

     Frsm. menntmn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Menntmn. þessar hv. deidar hefur fjallað um stjfrv. um breytingu á lögum um náttúruvernd sem afgreitt hefur verið og er hingað komið frá hv. Nd.
    Sú breyting sem þetta frv. felur í sér er í þá veru að inn í náttúruverndarlög verði tekið ákvæði um landverði og ráðherra veitt heimild til að ákveða í reglugerð starfssvið þeirra og menntunarkröfur og annað sem því er skylt.
    Menntmn. leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt eins og það er hingað komið frá hv. Nd.