Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna orða hv. 10. þm. Reykn. vil ég benda henni á að á dagskrá eru þrjú mál frá stjórnarandstöðunni sem eru tilbúin til afgreiðslu ef friður fengist fyrir þingskapaumræðu. Nú eru liðnar 40 mínútur af klukkutíma-fundi sem hér átti að vera m.a. til að afgreiða mál stjórnarandstöðunnar. Nú hefur verið komið í veg fyrir það og eru litlar horfur á að það verði gert í dag. Ég vil því benda hv. þm. á að það er þeirra eigin sök að þessi mál voru ekki afgreidd frá þessum fundi. Umræðum um þingsköp verður haldið áfram þannig að það er víst óhætt að gleyma því sem átti að gera á þessum fundi.