Fjáraukalög 1987
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Svo skal gert, hv. 5. þm. Austurl., enda hafa þessar athugasemdir margsinnis komið fram áður hér í þinginu.
    Til þess að þingheimur sé ekki í nokkrum vafa um þá niðurstöðu sem ég lýsti hér áðan vil ég taka fram að enga galla er að sjá í hinum tveimur fyrri frv. sem við höfum þegar afgreitt til 3. umr. Þar stendur: ,,Til viðbótar við gjöld 2. gr. fjárlaga``, og á því er nokkur munur frá því að láta þetta heita breytingu á 1. gr. fjárlaga. Því er ekkert athugavert við afgreiðsluna á hinum tveimur fyrri frv.