Járnblendiverksmiðja í Hvalfirði
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Frsm. iðnn. (Hjörleifur Guttormsson):
    Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. iðnn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 18 frá 11. maí 1977, sbr. lög nr. 45 11. maí 1982 og lög nr. 95 28. maí 1984, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði.
    Nefndin hefur fjallað um frv. sem felur í sér að Íslenska járnblendifélaginu hf. verði heimilað að taka þátt í öðrum atvinnurekstri en bræðslu kísiljárns.
    Nefndin mælir með samþykkt frv. og eru allir nefndarmenn því áliti samþykkir.