Vaxtalög
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Guðrún Helgadóttir:
    Hæstv. forseti. Eftir að hafa hlustað á þessa sérkennilegu umræðu hefur sú spurning orðið æ áleitnari í huga mínum hvernig það fari fram á réttmætan hátt ef maður af ásetningi eða af stórfelldu gáleysi hagnýtir sér fjárþröng viðsemjanda síns og nýtir sér aðstöðumun þeirra að öðru leyti til þess að áskilja sér vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar umfram gildandi vaxtamörk sambærilegra útlánsvaxta hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum og áfram eins og þar segir.