Vaxtalög
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Herra forseti. Ég skildi orð hv. seinasta ræðumanns þannig að hún teldi að ég vildi hafa þessi orð inni. Þegar þetta var samið vildi ég þau út, gat ekki fengið neina skýringu á því hvers vegna þau þyrftu að vera inni nema af því að þau væru í dönskum lögum eins og ég sagði. Að lokum gafst ég upp og skipti mér ekki meira af málinu. Ég er enn þeirrar skoðunar að þau eigi að fara út. Og rök mín eru þau að ég hef ekki fengið lögfræðinga til að segja mér hvers vegna þau séu nauðsynleg. Það hefur enginn getað sagt mér það.