Almannatryggingar
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Hér er greinilega smámisskilningur á ferðinni í þessari umræðu. Ég hafði óskað eftir því við forseta eins og hann segir réttilega að málinu yrði frestað þar eð flm. hafði verið erlendis og ekki haft aðstöðu til að kynna sér þær breytingar sem gerðar voru í nefndinni á þeim fundi sem við hv. 3. þm. Reykv. misstum af. Síðan kynnti ég mér þetta mál nánar og bar þetta saman og komst þá að þeirri niðurstöðu að breytingarnar væru svo litlar að ástæðulaust væri að tefja málið út af því og hafði þá samband að nýju við forseta og formann þingflokks Sjálfstfl. og afturkölluðum við þá beiðni um frestun. Ég hafði hins vegar ekki greint hv. 3. þm. Reykv. frá þessu og það eru mistök. En þannig liggur í þessu máli.