Endurbætur forsetasetursins á Bessastöðum
Þriðjudaginn 02. maí 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Fjh.- og viðskn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um 432. mál, þ.e. frv. til l. um endurbætur og framtíðaruppbyggingu forsetasetursins á Bessastöðum. Nál. er að finna á þskj. 985.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt eins og það kom frá Nd.
    Tveir hv. nefndarmanna voru fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins, þau Valgerður Sverrisdóttir og Júlíus Sólnes. Ég veit hins vegar ekki annað en að þau séu samþykk þessu. Svo var og Danfríður Skarphéðinsdóttir sem sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi.
    Undir nál. rita auk þess sem þetta mælir Margrét Frímannsdóttir, Halldór Blöndal, Eyjólfur Konráð Jónsson og Jóhann Einvarðsson.