Söluskattur
Þriðjudaginn 02. maí 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Margrét Frímannsdóttir):
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 986 um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 10/1960, um söluskatt, með síðari breytingum, en þar er um það að ræða að við bætist nýr töluliður sem orðist svo: ,,Sérhæfðar vélar og tæki til garðyrkju eftir nánari ákvörðun fjármálaráðherra.``
    Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um málið og nefndin leggur til að það verði samþykkt óbreytt. Valgerður Sverrisdóttir og Júlíus Sólnes voru fjarverandi við lokaafgreiðslu frv. Danfríður Skarphéðinsdóttir er sammála áliti nefndarinnar.