Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Mér hefur borist svohljóðandi bréf:
    ,,Þar sem Ragnhildur Helgadóttir, 3. þm. Reykv., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér að hennar beiðni með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar.
Halldór Blöndal,

varaformaður þingflokks Sjálfstfl.``

    Sólveig Pétursdóttir hefur áður tekið sæti hér á þingi og býð ég hana velkomna til starfa á ný.
    Enn fremur hefur mér borist svohljóðandi bréf, dags. 3. maí 1989:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður minn, Kolbrún Jónsdóttir skrifstofumaður, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
Hreggviður Jónsson,

11. þm. Reykn.``

    Kolbrún Jónsdóttir hefur sömuleiðis setið hér áður og býð ég hana velkomna til starfa á ný.