Innflutningur búfjár
Miðvikudaginn 03. maí 1989

     Frsm. landbn. (Alexander Stefánsson):
    Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 1006 við frv. til l. um breytingu á lögum nr. 74 frá 28. apríl 1962, um innflutning búfjár.
    Nefndin hefur fjallað um frv. þetta er felur í sér að landbrh. verði heimilt að leyfa flutning fósturvísa úr kúm í Sóttvarnastöð ríkisins í Hrísey í kýr á landi.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt eins og það var afgreitt frá Ed.
    Þetta er undirritað á Alþingi 2. maí og undir nál. rita allir nefndarmenn í landbn. Nd. Við leggjum til að frv. verði samþykkt.