Páll Pétursson:
    Herra forseti. Hér er um að ræða þmfrv. frá nokkrum hv. þm. í Ed. Við höfum undanfarna daga verið að fjalla um frv. frá menntmrh. í fjh.- og viðskn. sem fjallar um það að framlengja eignarskattsaukann til mannvirkjagerðar, til Þjóðarbókhlöðu og síðan að stofna sjóð.
    Við gerum nokkrar brtt. við það frv. og m.a. leggjum við til að breytt verði í þá veru sem hér er lagt til með þessu frv., það er sem sagt vilji fjh.- og viðskn. deildarinnar að orðið verði við þeim tilmælum sem hér eru sett fram.
    Þetta vildi ég að kæmi fram, að þetta mál er sem sagt á leiðinni að verða að lögum.