Pálmi Jónsson:
    Hæstv. forseti. Ég þakka forseta fyrir eðlileg og glögg viðbrögð við minni málaleitan. Mér fannst hins vegar sérkennileg ræða hv. 1. þm. Norðurl. v. --- sem kannski var ekki í fyrsta skipti eins og nú var lagt mér í eyra. En hans ræða staðfesti það sem ég sagði. Hann sagði að samkvæmt þingskjölum frá 1983 hefði fundur hafist kl. 11 árdegis, annar fundur hafi hafist kl. 1 miðdegis og sá þriðji hafist kl. 4 síðdegis. Ekkert af þessu haggar því, sem ég sagði, að það hefur alltaf verið tekið svo til orða svo lengi sem ég veit að sagt sé kl. 12 á hádegi en ekki kl. 12 miðdegis.