Sigló hf.
Föstudaginn 05. maí 1989

     Pálmi Jónsson:
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að vekja á því athygli að það var hæstv. fjmrh. sem með yfirlýsingum sínum, dylgjum og aðdróttunum hleypti af stað þeirri umræðu sem hér hefur átt sér stað og rúmast ekki innan þessa dagskrárliðs. Það er ekki hægt að þegja við slíkum aðdróttunum sem hann lét sér um munn fara án þess að við því sé brugðist á einhvern hátt.
    Ég vil svo ekki misnota þennan ræðutíma en aðeins lýsa því og vekja á því athygli að yfirlýsing hæstv. dómsmrh. hér áðan gerði aðdróttanir og yfirlýsingar hæstv. fjmrh. að engu. Hann stendur þannig hér uppi í þessum umræðum með það eitt að hafa farið með fleipur.