Búminjasafn á Hvanneyri
Föstudaginn 05. maí 1989

     Frsm. félmn. (Hjörleifur Guttormsson):
    Virðulegur forseti. Vegna orða hv. 2. þm. Vestf. vil ég geta þess að það sem fram kemur í nál. er þar sett á blað eftir upplýsingum frá fulltrúum sem í nefndinni sátu og eru einnig í menntmn. Ég bar það ekki með formlegum hætti undir formann menntmn. Nd. hvort líkur væru á samþykkt þessa frv. Ég hefði kannski átt að inna eftir því sérstaklega. En þetta er sem sagt lagt til miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu og ég taldi ekki ástæðu til að vefengja. En sé það svo að þetta mál sé enn á dagskrá og hugsanlega til afgreiðslu í Nd. trúi ég, sérstakt frv. um stofnun búminjasafns á Hvanneyri, er hægurinn hjá að geyma atkvæðagreiðslu um þessa þáltill. og athuga málið nánar. Ég hef út af fyrir sig ekkert á móti því og læt það í vald forseta með hvaða hætti að því verður staðið.