Stefán Guðmundsson:
    Virðulegi forseti. Ég kem hér upp til þess að þakka nefndinni fyrir hennar störf og lýsa því yfir að ég sætti mig allbærilega við þá niðurstöðu sem nefndin varð sammála um að leggja til, að afgreiða málið á þennan hátt eins og hér liggur fyrir.
    Ég vil hins vegar beina þeim eindregnu tilmælum til hæstv. ríkisstjórnar að hún bregði mjög skjótt við í þessu máli. Það er mikil þörf á því og ég þarf ekki að fjölyrða um það hér að það verði tekið til hendi fljótt í þessum málum og reynt að koma betri skikkan á þau. Fleiri orð þarf ég ekki að hafa, en í þeirri góðu trú og reyndar vissu að ríkisstjórnin geri það, þá sætti ég mig bærilega við þessi málalok.