Fundarboð í nefndum
Laugardaginn 06. maí 1989

     Forseti (Jón Helgason):
    Nú mun ekki enn þá vera lokið fundi forseta og formanna þingflokka, hann byrjaði 10 mínútur fyrir eitt, þar sem verið var að ræða þinghald á mánudaginn og það er að sjálfsögðu rétt að ég skýri deildinni hér frá hvernig þar samdist um.
    Það var áður búið að gera ráð fyrir að fundi yrði hér fram haldið til kl. 4 a.m.k. en ekki lengur nema þá í samráði við deildarmenn. Á mánudaginn yrði síðan fundur í Sþ. ekki nema til kl. 3.30 og þingflokksfundir kl. 5--6. En síðan kvöldfundir í deildum ef á þyrfti að halda. Ég gerði þó ekki ráð fyrir að hér þyrfti að halda deildarfund í hv. Ed. þar sem okkur hefur gengið það vel að koma hér áfram málum. Því mun formaður menntmn. hafa notað tækifærið til að boða fund í menntmn. En sem sagt: það var ekki gerð athugasemd við kvöldfundi á mánudaginn á þessum fundi með formönnum þingflokka.