Ráðstafanir vegna kjarasamninga
Mánudaginn 08. maí 1989

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Það eru nú þegar liðnar 7 mínútur af þingflokksfundatíma og ég sé ástæðu til að ítreka aftur að ég óska eftir því að nefndarstörf falli niður í kvöld þar sem þingfundir eru. Ég vil í öðru lagi skýra hæstv. forseta frá því að ég óska eftir því að við umræðuna í kvöld um þetta mál verði viðstaddir þeir ráðherrar sem málið varðar. Þá er ég að tala um hæstv. sjútvrh. og í forföllum forsrh. mun hann verða fyrir svörum. Ég er að tala um hæstv. fjmrh. og ég er að tala um hæstv. viðsk.- og iðnrh.